Háskóli Íslands                                                                                               Hjúkrunarfræði

                                                                                                                        Framhaldsnám

                                                                                                                                Vor 2017

 

Meðferð bráðveikra II

Hjú 262F

Námslýsing:

Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í þessu námskeiði er farið í bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, alvarlegum blæðingum, sjúkdómum í meltingarvegum og áverkum. Dæmi um efni sem tekið verður fyrir eru sýklasótt, heilahimnubólga og aðrar miðtaugakerfissýkingar, lífshættulegar blæðingar, alvarlegir fjöláverkar og bráð kviðarholsvandamál.

 

Fyrirkomulag kennslu:

Við kennsluna verður lögð áhersla á að fjalla um sjúkdómana út frá kerfisbundnu mati á sjúklingnum, greiningu og meðferð og klínískar leiðbeiningar séu þær til á viðkomandi sviði. Þá verða reglulegir tímar í hermikennslu í námskeiðinu. Nemendum verða sendar nýlegar greinar um efni fyrirlestra til að kynna sér nánar en námsefni er að öðru leyti byggt á kennslubók og fyrirlestrum. Mætingarskylda er í kennslutíma en þeir verða einnig teknir upp og hægt að horfa á heiman frá sér. Skipulag tíma felst í framsögu kennara (F), umræðu hópsing (U) auk hermikennslu (H) þar sem nemendum verður skipt í tvo hópa. Nemendur spyrja eða svara 2-3 spurningum um hvern tíma/efni og senda inn á námsvef.

Mætingarskylda er í umræðutíma þar sem gerð er krafa um að nemendur þekki meðferðir tilfella og geti kynnt fyrir hvor öðrum.

 

Hæfniviðmið:

1.      Nemandi sýni fram á sérhæfða þekkingu í mati og meðferð hjá sjúklingum með bráða sjúkdóma tengda sýkingum, blæðingum, fjöláverkum og bráðum kviðarholsvandamálum.

2.      Nemandi geti skýrt klínískt mikilvægi ákveðinna rannsókna sem notaðar eru í mati og við meðferð sjúklinga með bráða sjúkdóma tengda sýkingum, blæðingum, fjöláverkum og bráðum kviðarholsvandamálum.

3.      Nemendur þekki lífeðlisfræðileg áhrif bráðra sjúkdóma tengda sýkingum, blæðingum, fjöláverkum og bráðum kviðarholsvandamálum.

4.      Nemendur séu færir um að taka virkan þátt í umræðum um meðferð sjúklinga með bráða sjúkdóma tengda sýkingum, blæðingum, fjöláverkum og bráðum kviðarholsvandamálum.

 

Umsjón með námskeiði: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, lektor, forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun (ÞKÞ).
Póstfang: thordist@hi.is  GSM: 697 4836

 

Kennsla fer fram í Eirbergi, athugið stofunúmer á skjá í anddyri.

 

Vikunr

Tímasetning

Kennslu­form

Námsefni

Kennarar

Vika 1

6. jan:  12.30 –14.50

3F

Alvarlegar sýkingar

SG/BS

Vika 2

13. jan: 12.30- 14:50

3F

Bráð meltingarvandamál

GJ

 

13. jan: 15:00-16:30

1,5 H

Hermikennsla hópur A

GJ/ÁG

Vika 3

20. jan: 12:30-14.50

3F

Fjöláverkar

MSM

 

20. jan: 15:00-16:30

1,5 H

Hermikennsla hópur B

MSM/ÁG

Vika 4

27. jan: 12.30 - 14.50

3F

Alvarlegar blæðingar

GJ

 

27. jan: 15:00-16:30

1,5 H

Hermikennsla hópur B

GJ/ÁG

Vika 5

3. feb  : 12.30- 14.50

3F

Fjöláverkar

MSM

 

3. feb: 15:00-16:30

1,5 H

Hermikennsla hópur A

MSM/ÁG

Vika 6

10. feb: 12.30- 14.50

3F

Alvarlegar sýkingar

MSM

Vika 7

17. feb: 13:20- 15:40

3U

Umræðutímar um tilfelli

GJ/MSM

Vika 8

20. feb -  1 klst

Netpróf

Moodle heimapróf

ÞKÞ

 


Kennarar:

Guðmundur F. Jóhannsson, sérfræðingur í bráðalækningum, gudmfj@landspitali.is  

Mikael S. Mikaelsson, sérfræðingur í bráðalækningum, mikaelsm@landspitali.is

Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum, bryndsig@landspitali.is

Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum, siggudm@landspitali.is

Ásdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu asdisgu@landspitali.is

 


 

Efni kennslutíma -  með fyirvara um breytingar á röðun tíma:

·         6. janúar Húðsýkingar, lungnabólga og sýkingar í miðtaugakerfi

·         13. janúar: Kviðverkir, Lifrarbilun, Alvarlegur pancreatitis

·         20. janúar:. Fjöláverkar: Yfirlit, höfuðáverkar, brjóstholsáverkar

·         27. janúar: Blæðingar frá meltingarvegi, innankúpublæðingar, blæðingar tengdar storkuvandamálum og blóðþynningu

·         3. febrúar: Fjöláverkar: Kviðarholsáverkar, bæklunaráverkar, börn og óléttar konur

·         10. febrúar: Kviðarholssýkingar, liðsýkingar, óvanalegar lífshættulegar sýkingar

·         17. febrúar: Umræðutími

·         20. febrúar: Moodle próf (netpróf-krossar)

 

 

Kennsluefni:

Kennslubók: Burns, S. M.(ritstjóri.) (2014)  AACN Essentials of Critical Care Nursing. 3. útgáfa. McGraw Hill publication.

Kindle útgáfa: https://www.amazon.com/Essentials-Critical-Nursing-Third-Chulay-ebook/dp/B00JFG6YAK/ref=mt_kindle?_encoding=UTF8&me=

Valdar tímaritsgreinar sem kennarar leggja fram á námsvef.

 

 

Námsmat

 

Til að ljúka námskeiðinu þarf nemandi að hafa staðist hvern og einn af eftirfarandi þáttum með einkunn 6 eða Viðunandi: 

 

A.       Þátttaka í fyrirlestrum og hermikennslu (jafningjamat)                                     15%

B.       Mæting og skil á spurningum til kennara fyrir kennslutíma                                          10%

C.       Virk þátttaka, lausnir viðfangsefna og viðhorf í umræðutíma (jafningjamat)               10%

D.       Próf (krossapróf)                                                                                                           65%

 

Liður A –þátttaka í tímum.

Nemendur taka virkan þátt í umræðum um námsefni og koma undirbúnir í tíma. Nemendur taka virkan þátt í færnikennslu og herminámi, ræða og leiðbeina öðrum nemendum og sýna hæfni við að taka leiðbeiningu.

Nemendur fá úthlutað 4 öðrum nemendum sem þeir meta í gegnum allt námskeiðið og er jafningjamat hluti af námsmati (2,5%).

Jafningjamat fer eftir eftir sérstökum matskvarða: ófullnægjandi – viðunandi – gott – framúrskarandi. Skil á moodle.

 

Liður B – Mæting og spurningar úr námsefni

Nemendur skrá sig í viðveruskrá í hverjum kennslutíma.

Verkefni felst í því að nemendur senda kennurum spurningar úr námsefni eða svör við spurningum frá kennurum fyrir hvern kennslutíma (ekki umræðutíma), skil á námsvef (moodle).

Metið á skalanum 0-10% eftir hlutfalli skila og tengslum efnis spurninga við námsefni (ófullnægjandi – viðunandi – gott – framúrskarandi).

 

Liður C – Þátttaka í umræðutíma

Nemendur taka virkan þátt í umræðu um tilfelli í umræðutíma og leggja fram hugmyndir að viðeigandi meðferðum.

Hver nemandi metur 4 aðra nemendur í umræðutímanum með jafningjamati eftir sérstökum matskvarða: ófullnægjandi – viðunandi – gott – framúrskarandi. Jafningjamat gildir 2,5%. Skil á námsvef.

 

Liður D - Krossapróf (Moodle-netpróf)

Prófað er úr kennslubók um efni fyrirlestra auk námsefnis fyrirlestra, þar á meðal þess efnis sem kennarar leggja fram í tengslum við kennslustundir.

Prófið er gagnapróf sem tekið er á netinu. Lágmarkseinkunn 6,0.