Markmið námskeiðsins eru:

Að nemendur tileinki sér fræðilega umfjöllun um íslenskar og erlendar fræðibækur og greinar sem eru efst á baugi á sviði uppeldis- og menntamála, og skrifi um þær ritdóm eða grein til birtingar.

Að nemendur fjalli um fræðilegt efni sem tengist B.A. verkefnum þeirra með skipulegum hætti á ráðstefnu og geri veggspjald til kynningar og útdrátt sem birtist í ráðstefnuriti og á heimasíðu ráðstefnunnar.

Í lok námskeiðs draga nemar saman og ígrunda reynslu sína af BA náminu og ræða eigin framtíðarsýn um nám og störf á sviði uppeldis- og menntamála.