Námskeiðsheiti:
Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu er fjallað um:
- áhrif upplýsingatækni á uppeldi, menntun og skólastarf
- námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
- hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
- innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf (technology integration)
- kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
- nemendur, færni þeirra og/eða læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
- hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag
Lestur og umræður um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla reynslu sinni af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að

- hafa öðlast yfirsýn um stöðu og þróun upplýsingatækni og tölvunotkunar í skólastarfi á mismunandi skólastigum og meðal nemenda og kennara
- hafa þekkingu og skilning á möguleikum upplýsingatækni til að efla nám og kennslu
- verða orðnir þátttakendur í náms- og fagsamfélagi um þróun á sviði upplýsingatækni
- geta nýtt nýjustu upplýsingatækni í hugmyndavinnu og til að afla og vinna úr gögnum vegna fræðilegra skrifa

Forkröfur: Æskilegt að ljúka þessu námskeiði á fyrstu önn sérhæfingar.
Bækur: Engar kennslubækur hafa verið skráðar