Námskeiðið er framhaldsnámskeið í kennslufræði stærðfræði og í því dýpka nemendur þekkingu sína og skilning á stærðfræðinámi og kennslu. Fræðileg hugtök stærðfræðimenntunar eru skoðuð nánar og notuð til að greina eigin kennslu þátttakenda. Fjallað er um námsmat í stærðfræði og hvernig námsmat getur nýst til kennslu. Að lokum eru skoðaðar leiðir til aukinnar fagmennsku og hvernig stærðfræðikennarar geta haldið áfram að læra í og þróast í starfi.