NÁMSKEIÐSLÝSING:

Í námskeiðinu verður fjallað um vinnulag í háskólanámi, heimildanotkun, framsetningu verkefna og hvernig á að vinna í hóp. Auk þess verður fjallað um rannsóknaraðferðir, mismunandi rannsóknarsnið, gagnrýna hugsun og siðferði. Nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni af ýmsum toga.

MARKMIÐ:
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum í félagsráðgjöf grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum í háskólanámi. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér fræðileg vinnubrögð við heimildaleit, úrvinnslu heimilda, frágang tilvísana, tilvitnana og heimildaskráa. Einnig er fjallað um grunnatriði í framkvæmd rannsókna, gagnavinnslu og framsetningu niðurstaðna ásamt þeim siðferðilegu álitamálum sem þarf að hafa í huga í rannsóknarferlinu.