•Fjarskipti mynda eina af grunnstoðum
nútíma þjóðfélags og eru nýtt á sífellt fleiri sviðum. Fjarskiptatæknin
hefur þróast
mjög hratt á undanförnum árum og er þróuninni hvergi nærri lokið, hvorki er
varðar tæknina sjálfa né nýtingu hennar. Því er ljóst að þekking á
fjarskiptaverkfræði verður eftirsótt um langa framtíð.
•Þetta námskeið veitir grunnþekkingu á
fjarskiptaverkfræði með áherslu á kerfissýn. Byrjað verður á að fjalla lauslega
um sögu fjarskiptanna. Fjallað verður um helstu leiðir til að meðhöndla merki
fyrir og eftir sendingu yfir rás, bæði fyrir hliðrænar og stafrænar sendingar.
Fjarskiptamiðlar verða kynntir, þráðlaus og þráðbundin fjarskipti, styrk- og
hornmótun, fléttun og margnýting fjarskiptarása, kynning á slembibreytum og
–ferlum, suð í fjarskiptakerfum og hvernig velja þarf merkisstyrk, stafrænar
mótunaraðferðir, augarit og lögmál Shannons
um rásarrýmd. Að lokum verður fjallað um kóðun gagna og hvernig skynja má
villur og jafnvel leiðrétta þær.
•Kennsla mun að mestu fara fram á
fyrirlestra- og umræðuformi og verkefni unnin í tímum. Ætlast er til að
nemendur skili heimadæmum. Farið verður í heimsókn til símafyrirtækis.
- Kennari: Sæmundur E Þorsteinsson