Á námskeiðinu verður fjallað um kenningar, stefnumörkun, hugmyndafræði, lífsskeiðaþróun og breytingarferli fullorðinsára frá mismunandi sjónarhornum. Rýnt verður í löggjöf og uppbyggingu á frístundaþjónustu fyrir eldri borgara. Gerð verður grein fyrir öldrunarfræðilegum rannsóknum og fjallað um þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa og áhrif þeirra á þjónustu við aldraða og þátttöku þeirra í samfélaginu.

 

Áhersla er á tómstundir, virkni, forvarnarstarf og þátttöku aldraðra við stjórn og skipulag.