Almenn kynning á öllum algengum röntgenbúnaði og stutt yfirlit yfir sögu röntgenmyndgerðar. Kynning á tækjum til brjóstarannsókna, tannlækninga, dýralækninga og sneiðmynda.
Uppbygging stafrænna mynda. Dílastærð og dýpt; einlit mynd og marglit; gráskalinn og litakerfi. Snið myndskráa og þjappanir. Kontrast- og flatarupplausn myndar. Grunnatriði myndvinnslu; birtubjögun og flatarsíur. Myndgæði og skynjun augans.
Magn, gæði og rúmfræði röntgengeisla; áhrif á myndgæði. Hugtakið geislamynd. Fleygar og dreifigeislasíur. Rétt geisluð mynd; tímastýringar, sjálfvirkar geislunarstýringar, geislunarvísar, tökugildi og punktakerfi.
Stafrænir myndmóttakarar; flatskynjarar og myndplötur. Megingerðir móttakara, virkni hvers um sig, næmni og upplausn. Myndgallar og áhrif myndvinnslu á myndgæði.
Þess er krafist að nemendur taki virkan þátt í verklegum æfingum og skili verkefnum þar að lútandi.
Í lok námskeiðs á nemandi að
- geta gert grein fyrir helstu þáttum röntgenbúnaðar
- skilja uppbyggingu stafrænna mynda og grunnatriði myndvinnslu
- þekkja allar megingerðir stafrænna myndmóttakara og skilja hvernig þeir virka
- geta tekið rétt geislaða mynd og skilja samhengi tökugilda
- Kennari: Jónína Guðjónsdóttir