Í námskeiðinu ígrunda nemendur eigin sýn á stærðfræðikennslu með hliðsjón af rannsóknum á stærðfræðinámi og kennslu. Helstu kenningar og rannsóknarniðurstöður um stærðfræðinám eru kynntar, og áhersla er lögð á að tengja fræðin við stærðfræðikennslu þátttakenda. Ólíkar nálganir á stærðfræðikennslu eru kynntar og fræðilegar forsendur þeirra.

Hæfniviðmið:

Að loknu námskeiði á nemandi að geta:

 

  • gert grein fyrir helstu nálgunum á stærðfræðikennslu og gagnrýni á hefðbundna stærðfræðikennslu

 

  • gert grein fyrir nokkrum helstu togstreitum sem einkenna starf stærðfræðikennara og nokkrum helstu fræðihugtökum á sviði stærðfræðimenntunar

 

  • gert grein fyrir eigin ígrunduðu sýn á stærðfræðikennslu

 

  • greint og nýtt möguleika stærðfræðiverkefna til að kalla fram merkingarbært nám í stærðfræði

 

  • hannað krefjandi verkefni sem nemendur geta lært mikilvæga stærðfræði af, rökstutt það með vísan til kenninga og rannsókna, og nýtt í kennslu