Námskeiðslýsing:

Viðfangsefni
Nemendur læra fjölbreyttar leiðir til að setja saman laglínur og lítil tónverk. Nemendur fræðast um helstu form og stíla í tónsmíðum og tengi það m.a. eigin nýsköpun í tónlist.

Vinnulag
Áhersla á verklegar æfingar, spuna og samvinnu.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • Þekkja til hugmynda fræðimanna um skapandi vinnu í skólastarfi
  • Kunna leiðir til að leiða skapandi vinnu með áherslu á tónsköpun
  • Þekki helstu form sem notuð eru í tónsköpun
  • Kunni að beita nokkrum aðferðum til að búa til frumsamin tónverk.