Markmiðið er að nemendur

 • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræða
 • hafi skilning á helstu þekkingarfræðilegum hugtökum, álitamálum og siðareglum sem tengjast slíkum rannsóknum
 • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
 • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
 • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
 • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Inntak / viðfangsefni
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna.  Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi starfandi þroskaþjálfa, tómstundafræðinga og kennara. Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Námskeið er kennt með fjarnámsniði (staðlotur). Gert er ráð fyrir þátttöku nemenda í fjarnámslotum og í umræðum á námskeiðsvef.

 

Annað: Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiði í aðferðafræði í grunnnámi sínu (4 ECTS einingum hið minnsta en helst 6 ECTS einingum) sínu áður en þeir taka þetta námskeið.

Námskeiðið er kennt í lotum. Skipulagið gerir ekki ráð fyrir að nemendur séu undanþegnir mætingu í lotubundna kennslu, t.d. vegna búsetu erlendis eða vegna vinnu.

 

Hæfniviðmið:

Eftir að hafa lokið þessu námskeiði eiga nemendur að hafa

Þekking

 • hafa þekkingu á helstu megindlegum rannsóknaraðferðum á sviði uppeldis- og menntunarfræða
 • geti lesið og skilið niðurstöður einfaldra megindlegra rannsókna
 • þekki og skilji lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði 
 • skilji gildi rannsóknarniðurstaðna fyrir þróun faggreinar sinnar

Leikni

 • geti beitt tölvuforriti við að vinna úr megindlegum gögnum
 • geta sett fram niðurstöður einfaldrar megindlegrar rannsóknar

Hæfni

 • geta nýtt þekkingu sína og skilning á megindlegum rannsóknum til að geta nýtt sér niðurstöður þeirra í starfi