Kjarninn í námskeiðinu er að styrkja starfandi kennara og kennaranema í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Við byggjum á kennslufræði skóla án aðgreinar (inclusive education) þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð í skóla án aðgreiningar, gerð einstaklingsnámskráa og áætlana þar sem tekið er mið af þörfum allra nemenda. Kynntar verða ýmsar aðferðir við öflun upplýsinga og mat á þörfum, stöðu og árangri nemenda. Einnig verða kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi.