Sjúkdómafræði


Námskeiðslýsing:

Námskeið þetta miðar að því að nemandi öðlist yfirsýn yfir helstu sjúkdóma í eftirfarandi sjúkdómaflokkum: Hjarta - og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, meltingarfærasjúkdómar, þvagfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar, heila- og taugasjúkdómar, geðsjúkdómar og háls- og eyrnasjúkdómar.

Farið verður lauslega í meingerð sjúkdóma, hvernig við greinum tiltekna sjúkdóma og hvernig birtingarmynd þeirra er

Námið fer fram með fyrirlestrum sem verða teknir upp og birtir á netinu á heimasvæði kúrsins á uglunnin.


Kennslubók

Ég hef valið kennslubók sem heitir “The Nature of Disease - pathology for the health professions” sem skrifuð er af Thomas H. McConnell. Ég mun styðjast við þessa bók þegar ég bý til fyrirlestrana og eru nær allar myndir úr fyrirlestrunum úr þessari bók.

Bókin fæst í bóksölu stúdenta fyrir áhugasama en ég mæli þó ekki endilega með að fólk kaupi þessa bók.

Fyrir það fyrsta er hún óþarflega dýr, hún er á ensku og hún er aðeins ítarlegri en ég hef ætlað mér að gera námsefnið, ég mun ekki kafa jafn djúpt ofan í hlutina eins og bókin gerir.


Yfirlit:

Ég hef skipt námsefninu í vikur, upp á hvaða námsefni verður farið yfir hverju sinni.

Mér finnst þægilegast að hugsa þetta í raun eftir líffærakerfum og hef því skipt námsefninu þannig.

Fyrirlestrarnir munu birtast sem fyrst í byrjum hverrar viku, innslögin eiga ekki að vera óþarflega löng og ég mun reyna að skipta þeim í nokkra hluta ef það stefnir í þannig.

Fyrirséð er þó að ákveðnum líffærarakerfum verður veitt meiri athygli, að einhverju leyti vegna mín eigins áhugasviðs og svo vegna þess að sjúkdómar þar eru algengari.

Vika 1: Inngangur - hvað er sjúkdómur? Frumu/vefjaskaði, bólguviðbragð, sértæk bólgusvör

Vika 2: Smitsjúkdómar og krabbamein

Vika 3: Blóðsjúkdómar

Vika 4: Hjarta- og æðakerfi

Vika 5: Öndunarfærasjúkdómar

Vika 6: Meltingarvegssjúkdómar

Vika 7: Lifur, gallvegir, bris

Vika 8: Innkirtlar

Vika 9: Þvagvegir

Vika 10: Kynfæri

Vika 11: Stoðkerfi

Vika 12: Taugakerfið, þ.m.t. geðsjúkdómar

Vika 13: Augu, eyru og húð


Námsmat

Ég fæ frjálsar hendur um hvernig við komum til með að haga námsmati úr þessum kúrs, mér hefur alltaf fundist mjög ósanngjarnt að hafa bara eitt lokapróf sem gildir 100% í kúrs sem stendur í 13 vikur.

Ég hef því ákveðið að skipta námsskeiðinu í 5 “kaflapróf” sem öll gilda þá 20% af lokaeinkunn.

Vika 1 og 2 saman

Vika 3, 4 og 5 saman

Vika 6, 7 og 8 saman

Vika 9 og 10 saman

Vika 11, 12 og 13 saman


Prófin munu vera á föstudögum í lok hvers “kafla”, þ.e. Í viku 2, 5, 8, 10 og 13.


Prófin verða samblanda af Krossaspurningum og Rétt/Rangt spurningum og verður ekki neitt í þeim sem ætti að koma á óvart ef fólk fór vel yfir fyrirlestrana.

Ég mun notast við Moodle forritið og verða prófin þá aðgengileg á heimasvæði námskeiðsins inni á uglunni.

Frekari upplýsingar þegar nær dregur.

Ef þörf þykir á að hafa samband er líklega betra að senda mér tölvupóst á hjalmarr@landspitali.is frekar en á háskólapóstfangið mitt þar sem ég mun frekar sjá það þar.

Kv