Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu á þeim meginhugmyndum sem hafa áhrif á stefnumótun, námskrárgerð og mat í leikskólum, þekkingu og hæfni til að efla jafnrétti í leikskólastarfi ásamt því að ígrunda eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á uppeldissýn og starfskenningu.

Fjallað er um þær hugmyndafræðilegu stefnur sem hafa áhrif á leikskólastarf nútímans og hvernig þær birtast í stefnumótun (lagaramma, aðalnámskrá og reglugerðum), skólanámskrám, skipulagi og mati í leikskólastarfi. Fjallað er um hlutverk og fagmennsku leikskólakennara, þætti sem móta uppeldissýn og starf í leikskólum með áherslu á grunnþætti menntunar, siðareglur og jafnrétti.

Jafnhliða er lögð áhersla á að nemendur temji sér gagnrýna hugsun og afstöðu til viðfangsefna í leikskólastarfi, ígrundi eigin viðhorf og meti hvernig þau mótast af eigin uppeldissýn og starfskenningu.

Hæfniviðmið - Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að nemandi geti

·  útskýrt þá meginþætti sem móta leikskólastarf samtímans

·  tengt kenningar um uppeldi og nám barna við stefnumörkun og námskrár leikskóla

·  útskýrt grundvallarhugtök tengd námskrárgerð

·  greint viðfangsefni og áherslur í leikskóla út frá markmiðum leikskólastarfs og fjölbreyttum námsleiðum barna

rætt eigin uppeldissýn og starfskenningu