Í þessu námskeiði verður fjallað um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum, efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, stöðu og hlutverk höfuðsafna, safna í eigu sveitarfélaga og annarra safna, fjármögnun safnastarfs og stefnu yfirvalda í málefnum safna. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum. 

Námskeiðið er ætlað meistaranemum og diplómanemum.