Námskeiðslýsing:

Nemendur fá þjálfun í framkvæmd almennra röntgenrannsókna. Fá þjálfun í meðhöndlun skuggaefnis og uppsetningu nála. Fá verklega þjálfun á tölvusneiðmyndastofu.

 

Hæfniviðmið:

Að nemendur

·       geti framkvæmt allar almennar röntgenrannsóknir.

·       geti framkvæmt rannsóknir af börnum með aðstoð geislafræðinga.

·       geti séð um alla umönnun sjúkling við TS-rannsóknir. Kunni helstu innstillingar og geti sett upp nálar.

·       geti framkvæmt tölvusneiðmyndarannsókn af höfði, lungum og kviði með skuggaefnisinngjöf.