Í námskeiðinu verður fjallað um tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Athyglinni er beint að rökræðu um áleitin siðferðileg úrlausnarefni í nútímaþjóðfélagi og hvernig siðfræðin getur tekist á við þau. Umræðuefni námskeiðsins eru meðal annars tjáningarfrelsi, líknardráp, þungunarrof, réttindi dýra, efnahagslegur ójöfnuð og flóttamenn. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum en hvatt er til umræðu um viðfangsefnin eins og kostur er.