Námskeiðið er byggt þannig upp að nemendur verja tíma í að sérhæfa sig í fyrirfram ákveðinni myndgreiningu (sjá neðar), reynt verður að koma til móts við áhugasvið nemenda. Nemendur velja ákveðinn sjúkdóm sem er greindur með viðkomandi myndgreiningu og skila kerfisbundnu yfirliti því tengdu.  

Eftirfarandi myndgreiningaraðferðir eru í boði: 

1.          Segulómun (MRI)

2.          Tölvusneiðmyndarannsóknir (TS)

3.          Isótópar (ISO)

4.          PET (positron emission tomography)

5.          Æðarannsóknir/þræðingar (angio) 

Námskeiðið er að miklum hluta verklegt með 100% mætingarskyldu en hluta tímans skal varið í að afla sér fræðilegrar þekkingar (sjálfsnám).  Nemandinn fylgir geislafræðingi og á að taka virkan þátt í allri vinnu.  Þannig fær hann innsýn í daglega notkun myndgreiningaraðferðarinnar. Gera má ráð fyrir að nemandinn framkvæmi einhverjar rannsóknir undir leiðsögn.  

Nemendur skila verkefni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til rannsóknarverkefna (Forsíða, ágrip, inngangur, markmið, aðferðir, niðurstaða, umræða/lokaorð).  Verkefnið er kerfisbundið yfirlit um viðkomandi sjúkdóm og myndgreiningu, nota skal Vancouver heimildaskráningarstíl.