Markmið námskeiðsins er að kynna rannsóknir á börnum. Kynntar verða kenningalegrar og aðferðafræðilegar nálganir við rannsóknir á börnum. Fjallað verður um menningabundnar hugmyndir um börn og barnæsku, réttindi, þátttöku og stöðu þeirra í samfélaginu. Rannsóknir sem taka mið af sjónarhóli barna og sjá börn sem virka þátttakendur verða sérstaklega ræddar. Sérstök áhersla verður lögð á börn sem flytja, ýmist ein eða í samfylgt forsjáraðila.