Í námskeiðinu verður farið yfir nokkrar af höfuðkenningum siðfræðinnar og nemendum kynnt grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar. Skoðað verður samband löggjafar og siðferðis sem og hvað einkennir fagmennsku. Þá verður fjallað ítarlega um siðareglur endurskoðenda og hvernig þær spila saman við lög um endurskoðendur. Nemendum verður gefið yfirlit yfir leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis og hlutverk endurskoðunar í þeim. Farið verður yfir hverjir teljast vera „varðhundar“ almennings og hvernig þeir hafa sinnt hlutverki sínu undanfarin ár. Loks verður kynnt ábyrgð endurskoðenda og annarra sérfræðinga. Góðir stjórnarhættir eru oftar en ekki lykilinn að siðferðilegu hátterni. Farið verður í grunnhugsun og framkvæmd varðandi góða stjórnarhætti.