Lesin verða kenningarleg grundvallarrit í safnafræði í bland við nýlegar rannsóknir. Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Í námskeiðinu verða kenningar í safnafræði skoðaðar út frá eftirfarandi forsendum: í fyrsta lagi að söfn og safnastarf sé uppspretta kenninga sem beri að greina, skoða og gagnrýna. Í öðru lagi að söfn og safnastarf sé mótað af kenningum sem byggja á hlutverkum safna og safnastarfs. Og í þriðja lagi, að kenningastraumar s.s. eins og marxismi, strúktúralismi, nýfrjálshyggja, eftirlendufræði og feminismi, svo eitthvað sé talið, hafi áhrif á söfn og safnastarf.
Lesefni sem þarf að kaupa í Bóksölu stúdenta:
Rhiannon Mason, Alistair Robinson and Emma Coffield, Museum and Gallery Studies: The Basics (London and New York: Routledge, 2018)
Annað lesefni er að finna á heimasíðu námskeiðsins á Moodle.
ATHUGIÐ. Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Allir fyrirlestrar námskeiðsins verða aðgengilegir á svæði námskeiðsins á Moodle.
Ein staðlota (vettvangsferð) verður haldin 19. september. Skyldumæting er í hana, en komið verður til móts við nemendur sé þeim ófært að mæta. Nánari upplýsingar má finna í námskeiðsáætlun, að neðan.
Fjárnám gerir kröfur til nemenda um ástundun og sjálfsaga. Nemendur eru hvattir til þess að kynna sér Handbók um fjarnám.
Nemendur með sérþarfir eru beðnir um að ræða við kennara í upphafi námsins, svo hægt sé að koma til móts við þær. Ég hvet alla nemendur að hafa samband við mig um stór eða lítil mál, ef á þarf að halda.
- Prowadzący: Heiða Björk Árnadóttir
- Prowadzący: Arndís Bergsdóttir
- Prowadzący: Arndís Bergsdóttir
- Prowadzący: Valdimar Tryggvi Hafstein
- Prowadzący: Sigurjón B Hafsteinsson