Markmið námskeiðsins er að nemendur geti nýtt samfélagsmiðla til að styðja við starfs- og námssamfélög á netinu; nýtt samfélagsmiðla til öflunar og miðlunar þekkingar í eigin þágu og fjallað á skipulegan og gagnrýnin hátt um notkun samfélagsmiðla í námi, kennslu og til starfsþróunar. Námskeiðið er tvisvar í viku og skiptast tímarnir í umræðutíma þar sem fjallað er um helstu hugtök og kenningar tengd efni námskeiðsins og verklega tíma þar sem unnið verður með samfélagsmiðla. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í tímum og á netinu – bæði í umræðum og verklegum þáttum námskeiðsins.