Megin viðfangsefni þessa áfanga er lífsleikni, hvernig lífi við lifum og því hvernig okkur líður innan í okkur sjálfum og hvað við getum lagt af mörkum til annarra.

Fjallað verður á fræðilegan, en þó ekki síður á hagnýtan hátt um að „lifa lífinu“. Farið verður í þætti sem tengjast sjálfsþekkingu einstaklingsins og hæfni hans til að lifa farsælu lífi. Glímt verður við hugtök eins og „velferð“, „hamingja“ og „farsæld“, og sérstök áhersla verður lögð á þá þætti sem stuðla að því að manneskjan geti verið „heil“ í lífinu.

Unnið verður með kennslubækur námskeiðsins, verklegar æfingar verða í fyrirrúmi þar sem nemendum gefst færi á að nýta lífsleikni hagnýtt í kennslu. Þátttökuleikhús Augusto Boal verður kynnt sem dæmi um aðferðir eða kennslutæki sem hægt er að beita í starfi með börnum og unglingum til að takast á við lífið og verða leiknari í að lifa því.

Námskeiðið er kennt sameiginlega fyrir stað- og fjarnema. Skyldumæting er 80% fyrir staðnema og skyldumæting í staðlotur fyrir fjarnema auk þess sem kennslustundir eru lengdar á föstudögum í staðlotum.

Kennsluhlé er í námskeiðinu 11.- 29. mars vegna vettvangsnáms í tómstunda- og félagsmálafræði.