Miðlun og skapandi leiðir list- og verkgreina er námskeiðið á meistarastigi í list- og verkgreinum. Gert er ráð fyrir töluverðri sjálfstæðri vinnu nemenda sem fá frjálsar hendur til að útfæra skapandi nálganir í fjölbreyttum hagnýtum verkefnum. Farið verður á tónleika, söfn og sýningar til að víkka sýn og veita faglegan og listrænan innblástur.