Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í hugmynda- og menningarsögu Evrópu frá fornöld til okkar tíma. Helstu straumar og stefnur eru kynntar, áhrif þeirra og tengsl.  Námskeiðið er einnig inngangur að málvísindum. Kynntar eru meginstefnur innan málvísinda og sagt frá hugmyndum um eðli tungumála og tengslum þeirra við hugsunina.

Námskeiðið er ætlað nemum í dönsku, ensku, frönskum fræðum, grísku, ítölsku, latínu, norsku, rússnesku, spænsku, sænsku og þýsku. Námskeiðið er hugsað sem grunnur að frekara námi í bókmenntum, málvísindum og öðrum námskeiðum í viðkomandi greinum.