Námskeið fyrir leiðbeinendur doktorsnema við Háskóla Íslands

Kynning

Velkomin á námskeið fyrir leiðbeinendur doktorsnema. Lengi hefur verið rætt um þörf á námskeiði fyrir leiðbeinendur doktorsnema, námskeiði í líkingu við það sem nágrannalönd okkar bjóða upp á. Vorið 2016 var boðið upp á stutt námskeið sem var skipulagt af Kennslumiðstöð HÍ (KEMST), Miðstöð framhaldsnáms og fulltrúa frá Heilbrigðisvísindasviði. Í könnun sem gerð var í framhaldi af þessu námskeiði kom fram að þátttakendur vildu frekari fræðslu um hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda og doktorsnema, samskipti og tengsl leiðbeinanda og nema, reglur um doktorsnám, og um hvernig ætti að mæta ýmsum áskorunum. Þetta námskeið er svar við því ákalli.

 Kennsluáætlun  

Námskeið 1:  Reglur og viðmið um doktorsnám

Rafrænt námskeið á vegum Miðstöðvar framhaldsnáms, Kennslumiðstöðvar HÍ, og sviðanna.

 Þessu námskeiði má ljúka þegar hentar viðkomandi en þarf að vera lokið til að fá aðgang að námskeiði 2, vinnustofu.     

Markmið rafræna námskeiðsins er að leiðbeinendur kynnist þeim kröfum og viðmiðum sem HÍ setur fyrir doktorsnema og doktorsvarnir, ásamt hlutverki og skyldum leiðbeinanda og nema.

Hæfniviðmið:.

Að námskeiði loknu getur leiðbeinandi:

-          gert grein fyrir helstu almennu reglum háskólaráðs um doktorsnám og um vörn doktorsritgerða, s.s. varðandi styrkjakerfi, höfundarétt og eignarétt og siðfræði vísinda

-          skilgreint helstu viðmið og kröfur Háskóla Íslands um gæði doktorsnáms,  þar á meðal almenn, fagleg og efnisleg viðmið sinnar deildar

-          nýtt sér helstu reglur ráðuneytis og Háskóla Íslands í  hagnýtum/stjórnsýslulegum samskiptum stofnunar, nemanda og leiðbeinanda

-          útskýrt hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms vegna doktorsnáms

-          lýst ferli kvartana og kærumála sem upp geta komið vegna doktorsnema

 

Námskeið 2: Hlutverk og samskipti leiðbeinanda og doktorsnema

(þarf að hafa lokið námskeiði 1).

Dagsetning:  20.sept., 17.okt. (enska) og 3.des.

Tími: 13.00-16.00

Staðsetning: HT300

Markmið námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir starf leiðbeinanda doktorsnema með því gefa innsýn inn í þá ábyrgð og skyldur sem leiðbeiningunni  fylgir. Lögð verður áhersla á grundvöll góðra samskipta og uppbyggingu trausts. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða ýmsar hliðar þessa hlutverks og þær áskoranir sem starfinu fylgja.

 

Námskeiðslýsing
Markmið þessa stutta námskeiðs er að þátttakendur öðlist dýpri innsýn inn í nokkra mikilvæga þætti sem snúa að leiðbeiningu doktorsnema. Þar sem námskeiðið sjálft er með styttra móti verður ekki tími til að fara yfir reglur og leiðbeiningar HÍ og hvers sviðs um doktorsnám. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið rafrænu prófi úr reglum og leiðbeiningum síns sviðs og Miðstöðvar framhaldsnáms, áður en þeir mæta á námskeiðið. Auk þess þurfa þátttakendur að hafa kynnt sér námsefni fyrir námskeiðið (Lee, 2008 eða Halse, 2011). Með þessu móti nýtist námskeiðstíminn betur til umræðu og verklegra æfinga. Flutt verða stutt innleggserindi en síðan byggist námskeiðið á umræðum og æfingum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur fjalli í sameiningu um algengar áskoranir sem leiðbeinendur mæta, s.s. ólíkar væntingar leiðbeinanda og doktorsnema, samskipti, frestiáráttu, samstarf við með-leiðbeinendur o.fl.

 

Hæfniviðmið:

Að námskeiði loknu getur leiðbeinandi:

-          skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð nemenda

-          skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð leiðbeinanda

-          lýst þeim eiginleikum sem einkenna góðan leiðbeinanda í huga nemandans skv. rannsóknum

-          útskýrt hvernig best sé að setja mörk, t.d. tímamörk, vegna leiðbeiningar

-          gert grein fyrir því hvernig traust myndast milli leiðbeinanda og nemanda

-          beitt aðferðum til að leysa ágreining

 

Drög að dagskrá vinnustofu:

1)      Ég – leiðbeinandinn. Hvers konar leiðbeinandi er ég? Hvert er hlutverk mitt? Til hvers ætlast ég af doktorsnemanum? – verkleg æfing (self-reflection)

2)      Hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda/doktornema - Innlegg PPT– umræður (leiðbeinendastílar/-aðferðir, ólíkar væntingar, o.fl.)

3)      Reyndir leiðbeinendur segja frá

4)      Áskoranir í starfi leiðbeinenda og viðbrögð. Innlegg PPT – umræður

(Samskipti, samstarf við með-leiðbeinendur, vandamál eða áskoranir sem koma upp. Hvernig brugðist er við þeim. Frestunarárátta o.fl.)

Lesefni:

Vinsamlegast lesið aðra hvora greinina fyrir námskeiðið, Lee eða Halse (setjið hlekkinn inn í vafrann).

1)      Lee, A. (2008). How are doctoral students supervised? Concepts of doctoral research supervision. Studies in Higher Education, 33(3), 267-281.  (landsaðgangur)

Centre for Learning Development, University of Surrvey, Surrey,UK

http://content.ebscohost.com/ContentServer.asp?T=P&P=AN&K=32745028&S=R&D=aph&EbscoContent=dGJyMMTo50Sep644v%2BvlOLCmr1Cep69Ss664TbaWxWXS&ContentCustomer=dGJyMPGutlCxqrFJuePfgeyx44Dt6fIA

2)      Halse (2011) "Becoming a supervisor": the impact of doctoral supervision on supervisors' learning. Studies in Higher Education, 36 (5), 557-570. (landsaðgangur).

http://content.ebscohost.com/ContentServer.asp?T=P&P=AN&K=64400546&S=R&D=aph&EbscoContent=dGJyMMTo50Sep644v%2BvlOLCmr1Cep69Ss6y4TLOWxWXS&ContentCustomer=dGJyMPGutlCxqrFJuePfgeyx44Dt6fIA

3)      Hæfniviðmið hinna ýmsu námsleiða https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=050104_20186&kennsluar=2018#Mmarkmid).

 

4)      Hæfniviðmið doktorsnáms (http://midstodframhaldsnams.hi.is/laerdomsvidmid-doktorsprofs

Sviðin:  https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?

 

Ítarefni:

5)      Amundsen & McAlpine (2011). New academics as supervisors: A steep learning curve with challenges, tensions and pleasures. In: Doctoral Education: Research-based strategies for doctoral students, supervisors and administrators. Chapter 3, pp 37-55.

6)      Doloriert (2012) Power and emotion in doctoral supervision. European Journal of Training and Development, Vol. 36 Issue: 7, pp.732-750

7)      Taylor & Beasley_2005. Handbook for Doctoral Supervisors, chpt 1-2

8)      Phillips & Pugh: What students expect of their supervisors, pp. 183-192 (part of Chapter 14).

9)      Taylor & Beasley (2005) Responding to Diversity – International Candidates. From A Handbook for Doctoral Supervisors.

10)  Mitchneck (2016) A recipe for change: Creating a more inclusive academy. Science, 352 (2016), pp. 148-149

11)  Benmore (2016) Boundary management in doctoral supervision: how supervisors negotiate roles and role transitions throughout the supervisory journey, Studies in Higher Education, 41:7, 1251-1264,

12)  Doloriert (2012) Power and emotion in doctoral supervision. European Journal of Training and Development, Vol. 36 Issue: 7, pp.732-750,

13)  Gunnarsson (2013) The experience of disagreement between students and supervisors. BMC Medical Education, 13:134

14)  Wisker (2005) Supervisory dialogues. From The Good Supervisor.

15)  Watts (2010) Team supervision of the doctorate: Managing Roles, Relationships and Contradictions.” Teaching in Higher Education 15 (3): 335–339.

16)  Lauvås & Handal (2005). Optimal use of feedback in research supervision with master and doctoral students. Nordisk pedagogik, vol 25(3), pp. 177-189.

17)  Lee & Murray (2015). Supervising writing: helping postgraduate students develop as researchers. Innovations in Education and Teaching International, 52(5), 558-570.

18)  Taylor & Beasley (2005). Encouraging early writing and giving effective feedback. From A Handbook for Doctoral Supervisors.  pp98-106.

19)  Haake (2011) Contradictory values in doctoral education: a study of gender composition in disciplines in Swedish academia. Higher Education, 62(1),113-127.

20)  Moss-Racusin (2012) Science faculty's subtle gender biases favor male students. PNAS October 9, 2012. 109 (41) 16474-16479

21)  Sanders (2009) Views from Above the Glass Ceiling: Does the Academic Environment Influence Women Professors’ Careers and Experiences? Sex Roles, 60, Issue 5–6, 301–312.

22)  Wennerås & Wold (2001) Nepotism and sexism in peer-review. Nature, CCCLXXXVII (1997), 341-343.

23)  van den Besselaar & Sandström (2017) Vicious circles of gender bias, lower positions, and lower performance: Gender differences in scholarly productivity and impact. PLoS ONE 12(8):e0183301. 

24)  Löfström (2015) “I don’t even have time to be their friend!” Ethical dilemmas in PhD super-vision in hard sciences. International Journal of Science Education, 37(16), 2721-2739.

25)  Gray (2012) Supervision and academic integrity: Supervisors as exemplars and mentors. Journal of Academic Ethics, 10, 299–311.

26)  Bozeman (2016) Trouble in paradise: Problems in academic research co-authoring. Science and Engineering Ethics. doi: 10.1007/s11948-015-9722-5.