Í námskeiðinu eru grundvallaratriði rafeindatækninnar rifjuð upp s.s. lögmál Ohms og Kirchoffs sem og aðrar reikniaðferðir fyrir rásir sem innihalda viðnám, spólur og þétta.  Farið er yfir mismunandi eiginleika íhluta gagnvart jafnstraum og riðstraumi.  

Eiginleikar annarra algengra íhluta eins og tvista, smára, aðgerðamagnara og samrása eru kynntir fyrir nemendum.  Farið er yfir tíðnisvörun íhluta og kerfa, smíði ariðla, eiginleika spenna og notkun þeirra til að hámarka afl milli rása.  Rökaðgerðir, rökrásahlið, sanntöflur, púlsarit, Karnaugh kort og vippur eru einnig hluti af námsefninu.  Nemendur vinna bæði reikniverkefni sem og verklegar æfingar sem miða að því að æfa þá í að nýta þessa íhluti. 
Kynnt verður fyrir nemendum hvaða eiginleikar skynjarar sem nema eðlisfræðilegar stærðir svo sem færslu, snúning, þrýsting og rennsli þurfa að hafa til að mæla þessar stærðir. 

Kynnt verður uppbygging rafmótóra, stafræn mælitækni, notkun örgjörva (Arduino rásir) og afturvirkar tölvustýringar.