Þjóðfræði tónlistar: Hefðir, andóf og iðnaður
ÞJÓ337G
Haustmisseri 2018
Kennslutímabil
Kennsla hefst þriðjudaginn 28. ágúst og lýkur fimmtudaginn 22. nóvember.
Verkefnavika: 15.–19. október
Staður og stund
Þriðjudagar kl. 10:00–11:30 í Odda O-106, og fimmtudagar kl. 11:40–13:10 í Odda O-105.
Kennarar
Egill Viðarsson (egv@hi.is) og Pétur Húni Björnsson (phb@hi.is). Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Námskeiðslýsing
Í námskeiðinu verður fengist við tónlist sem þjóðfræðaefni og þjóðfræðaefni sem tengist tónlist. Nemendur kynnast alþýðutónlist í gegnum tíðina, skoða uppruna hennar og hlutverk í menningu, samfélagi og sjálfsmyndarsköpun; alþýðutónlist sem hefur orðið að æðri tónlist trúarbragða og efri stétta, og tónlist jaðarhópa og minnihlutahópa sem orðið hefur að meginstraumstónlist. Menningarlegt hlutverk tónlistar sem andóf, sameiningarafl, sjálfsmyndarsköpun, afþreying og iðnaður, verður rannsakað. Farið verður yfir sögu söfnunar tónlistar, úrvinnslu og útgáfu. Skoðaðar verða þjóðsögur og arfsagnir tónlistarheimsins um tónlistarmenn og tónlistarstefnur, og efnismenning tónlistar verður rædd. Hugmyndir um sköpun og eðli tónsköpunar verða skoðaðar, m.a. í tengslum við höfundarrétt, almannarétt og endurnýtingu tónlistar, þ.e. sem efnivið nýsköpunar í tónlist.
Hæfniviðmið
Að námskeiði loknu er ætlast til að nemandi:
Geti gert grein fyrir fræðilegri umræðu um tónlist sem menningarlegs
fyribæris, sem hreyfiafls samfélagsbreytinga, og vopns í baráttu jaðar- og
minnihlutahópa.
Geti útskýrt tónlist sem þjóðfræðaefni, út frá söfnun og úrvinnslu
alþýðutónlistar og samhengis hennar við alþýðumenningu, hefðir og ritúöl.
Geti sett sögu og þróun ýmissa þátta alþýðutónlistar í samhengi
vestrænnar tónlistarsögu.
Geti rætt tónlist og tónlistarstefnur með gagnrýnum hætti í samhengi við
sjálfsmyndarsköpun (t.d. út frá þjóðerni, kyni, kyngervi og stétt),
valdatafl, baráttu og andóf.
Kennslufyrirkomulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, en áhersla er lögð á að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma og geti spurt spurninga og tekið þátt í umræðum. Sem hluti af námskeiðinu verður búinn til Facebook-hópur þar sem nemendur eru eindregið hvattir til að setja inn tónlist og pælingar sem þeim finnst tengjast efni fyrirlestranna að hverju sinni.
Fjarnám/staðnám
Hægt er að taka námskeiðið annaðhvort í staðnámi og fjarnámi. Nemendur sem hyggjast taka námskeiðið í fjarnámi þurfa að ganga úr skugga um að þeir séu skráðir sem slíkir í Uglunni í upphafi námskeiðs. Fjarnemar eru þó eindregið hvattir til að mæta í tíma eftir því sem þeir hafa tök á.
Námsmat
Staðnemar: 4 verkefni á misserinu: 10% hvert, ritgerð: 50%, mæting og þátttaka: 10%.
Fjarnemar: 4 verkefni á misserinu: 12% hvert, ritgerð: 52%.
Hver nemandi vinnur fjögur verkefni á misserinu, þrjú sjálfstæð en það fjórða er kynning á efni lokaverkefnis.
Verkefnum skal skilað fyrir kl 17.00 hvern skiladag, en fyrir hvern dag sem skil dragast dregst frá 0,5. Það á einnig við um lokaverkefnið.
Lokaverkefnið er annars vegar kynning í tíma þar sem nemandi fær 10 mínútur (hámark) til að kynna rannsóknarefni sitt og jafnvel niðurstöður, hins vegar lokaritgerð eða skýrsla þar sem verkefnið er reifað og niðurstöður kynntar, stutt fræðilegri umræðu og kenningum eins og við á. Skýrslan á að vera á bilinu 5–7 síður (12 punkta letur, eitt og hálft línubil), auk forsíðu og heimildaskrár.
Námsefni
Grunnlesefni eru greinar og bókakaflar og verður allt lesefni aðgengilegt rafrænt á námskeiðsvef eftir því sem líður á námskeiðið. Auk þess verður vísað í myndbönd og tónlist, t.d. á YouTube, Spotify.
Meðferð heimilda og ritstuldur
Minnt er á að í reglum HÍ nr. 569/2009 segir í 54. grein: „Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.“ Þetta á við hvort sem um beinar tilvitnanir eða endursögn er að ræða og óháð því hvaðan efnið er fengið (þ.m.t. af internetinu). Nemendur skulu gæta þess að greina skýrt á milli eigin orða og annarra. Ef grunur leikur á ritstuldi (þ.m.t. sjálfsritstuldi/óheimil endurnot eigin verka) þá er málinu vísað fyrst til deildarforseta sem tekur ákvörðun um hvort um brot nemanda sé að ræða og síðan sviðsforseta sem tekur ákvörðun um agaviðurlög s.s. áminning eða brottvikning úr skóla, sbr. 51. gr. reglnanna og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla.
Dagskrá námskeiðs
Dagskrá námskeiðsins er birt á námsvefnum. Athugið að einstökum þáttum kann að verða hnikað til eftir því sem námskeiðið þróast. Ef breytingar verða mun það koma skýrt fram á námsvefnum.
- Prowadzący: Pétur Húni Björnsson
- Prowadzący: Pétur Húni Björnsson
- Prowadzący: Valdimar Tryggvi Hafstein
- Prowadzący: Arnar Eggert Thoroddsen
- Prowadzący: Auður Viðarsdóttir
- Prowadzący: Auður Viðarsdóttir
- Prowadzący: Egill Viðarsson
- Prowadzący: Egill Viðarsson