Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa það að markmiði að stuðla að áhrifamikilli fræðslu í tengslum við fjölbreytt viðfangsefni safna. Hugað verður m.a. að möguleikum safnfræðslu, hlutverkum safnkennara, sjónarmiðum safngesta, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni o. fl.
Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjá hluta. Í hverjum hluta er stutt kynning frá kennara um námsefnið. Þrjár staðlotur eru skipulagðar yfir önnina, þar sem nemendur hitta og heyra frá sérfræðingum og starfsfólki ólíkra safna ásamt því að vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Verkefnið verður þróað út frá áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð fræðsluteymis Borgarsögusafns Reykjavíkur.
- Kennari: Valdimar Tryggvi Hafstein
- Kennari: Sigurjón B Hafsteinsson
- Kennari: Alma Dís Kristinsdóttir
- Kennari: Guðrún Dröfn Whitehead