Markmið námskeiðs er að efla þekkingu nemenda á rannsóknum í uppeldis- og menntunarfræðum og hæfni þeirra til að skoða tengingu við vettvang (kenningar og starf). Lögð verður áhersla á að skoða umræðu um menntamál við upphaf 21. aldarinnar í ljósi alþjóðlegra menntastrauma og spegla þá í íslensku menntakerfi. Nemendur eru hvattir til að benda á menntapólitísk álitamál sem þeir telja mikilvægt að fá frekari skilning á í gegnum vettvangsnám og út frá tilteknum kenningum og rannsóknum. Kynnt verða fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast ólíkum sviðum uppeldis, tómstunda, fræðslu og menntunar í samfélaginu. Nemendur fara í kynningar á valdar stofnanir eða fyrirtæki í samráði við kennara og vinna fræðilega ritgerð varðandi tiltekin viðfangsefni.