Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.


Hæfniviðmið

Við lok námskeiðs ættu þátttakendur að:

  • hafa hæfni til að nýta ólíka samfélagsmiðla, vefi, vefumsjónarkerfi og verkfæri
  • hafa dýpri skilning á Internetinu og mikilvægi veraldarvefsins varðandi aðgang að þekkingu og upplýsingum ásamt persónuvernd og afnotaleyfum.
  • þekkja mismunandi gagnasöfn og útgáfu rafræns vísindaefnis
  • hafa hæfni til að nota mismunandi leitarvélar við ólíkar upplýsingaleitir með áherslu á fræðilegar heimildaleitir.