Í námskeiðinu sem er á framhaldsstigi er lögð áhersla á áhættuhegðun (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu ungmenna í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. sjálfsmynd, líkamsímynd, félagsþroski, samskiptahæfni, geðraskanir, áföll og sýn ungmenna á ýmsar áskoranir í lífi sínu. Fjallað er ítarlega um ýmis konar forvarnastarf, meðal annars þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í uppbyggingar- og forvarnarstarfi með ungu fólki. Kynntar verða bæði innlendar og erlendar rannsóknir á þessu sviði. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.