Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun
mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra
aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar.
Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess
hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á
matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á
fræðibókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna
viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.
- Prowadzący: Guðrún Sunna Gestsdóttir
- Prowadzący: Guðrún Sunna Gestsdóttir
- Prowadzący: Alda Ingibergsdóttir
- Prowadzący: Elísabet Margeirsdóttir
- Prowadzący: Elísabet Margeirsdóttir
- Prowadzący: Anna Sigríður Ólafsdóttir
- Prowadzący: Steingerður Ólafsdóttir
- Prowadzący: Sigrún Þorsteinsdóttir