Námskeiðslýsing:

 

Markmið og viðfangsefni

 

Námskeiðið er yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til aldamótanna 1900. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta: miðaldabókmenntir sem ná fram til 1550, og bókmenntir eftir það fram til 1900. Próf er eftir hvorn prófhluta, sem gildir 45% hvor fyrir sig.

 

Lesnir eru valdir textar, sem eru eins konar hluti fyrir heild innan hverrar bókmenntagreinar fyrir sig. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar, ekki síst bókmenntir annarra Norðurlanda.

 

Mikil áhersla er lögð á að nemendur kynni sér vel efni Íslenskrar bókmenntasögu (fimm binda yfirlitsverks) og eftir föngum annarra yfirlitsrita um íslenskar bókmenntir, enda verður það að teljast hluti af nauðsynlegri undirstöðumenntun hvers íslenskufræðings. Um leið er ætlast til að nemendur læri að meta slíkan fróðleik gagnrýnið.

 

Vinnulag

 

Kennslan fer fram með fyrirlestrum kennara og í umræðutímum, þar sem nemendur greina frá niðurstöðum umræðna í lok tíma.

 

Nemendur sæki fimm fyrirlestra að eigin vali og skrifi fyrirlestradagbók um þá. Fyrirkomulag hennar er þannig að skrifuð eru u.þ.b. 100 orð um hvern fyrirlestur, samtals 500 orð. 2 stig eru gefin fyrir hvern sóttan fyrirlestur, þannig að fullt hús stiga er 10 stig, sem gefa 10% einkunnar.