Fjallað verður um helstu kenningar og staðreyndir um hvers vegna, hvernig og undir hvaða kringumstæðum einstaklingar eða hópar grípa til hryðjuverka til að ná pólitískum takmörkum sínum. Farið verður í grundvallar ástæður og rök fyrir hryðjuverkum og hvernig ríki bregðast við hryðjuverkum og hvernig varnir gegn þeim virka. Áhersla verður lögð á að samskipti milli hryðjuverka hópa og ríkis, frekar en endilega á einstaklingana á bakvið hryðjuverkahópa. Farið verður stuttlega yfir sögu hryðjuverka og hvernig þau hafa þróast undanfarna öld, svokallaðar fjórar bylgjur hryðjuverka, ólíkar aðferðir og þróun hópa. Skoðað verður hvernig stjórnkerfi hafa áhrif á hryðjuverk. Þá verða hryðjuverk sett í samhengi við nýlendustríð, utanríkisráðstefnu og borgarastyrjaldir og lögð verður áhersla á að skilja ólíkar kenningar og beita þeim á hryðjuverkaárásir í samtímanum.