Í þessu námskeiði er megináhersla á að þátttakendur beiti þeirri
þekkingu sem þeir öðluðust í fyrra námskeiðinu. Þannig rannsaki þeir
eigið starfsumhverfi og/eða annarra. Hver og einn kynnist þar með
heildarferlinu sem felst í mótun rannsóknaviðfangsefna og
rannsóknaspurninga, leit að heimildum um aðrar rannsóknir og fræðileg
skrif tengd efninu, öflun, meðferð og úrvinnslu gagna, framsetningu
niðurstaðna og umræðu um niðurstöður. Í því felst einnig þjálfun í
meðferð heimilda.
- Kennari: Karen Rut Gísladóttir
- Kennari: Hafdís Guðjónsdóttir
- Kennari: Svanborg Rannveig Jónsdóttir
- Kennari: Meyvant Þórólfsson