Kennd verða grundvallarhugtök sem tengjast geislavirkum efnum;  geislavirkni, tegund geislunar, hrörnun og helmingunartími, mælingar á geislun og geislaskammtar.  Fjallað verður um líffræðileg áhrif geislunar og atriði sem skipta máli og eru sérstök við meðhöndlun geislavirkra efna.  Grunnatriði geislavarna og flokkun rannsóknarstofa sem vinna með geislavirk efni.  Almenn kynning á notkun geislavirkra efna í rannsóknum, meðferð og greiningu sjúkdóma.

Fyrirlestrar. Heimsókn á ísótópastofu. Heimaverkefni.

 

Hæfniviðmið:

Að nemandi:

  • Geti gert grein fyrir eiginleikum geislavirkra efna og skilji helstu hugtök og einingar sem tengjast þeim sérstaklega
  • Þekki hvernig geislavirk efni eru notuð í læknisfræðilegum tilgangi og skilji hvaða eiginleikar efna skipta máli í því samhengi
  • Þekki grundvallaratriði geislavarna
  • Kunni skil á búnaði sem notaður eru til að nema geislavirkni