Námskeiðslýsing:

Ítarleg umfjöllun um búnað sem notaður er til skyggningar, inngrips- og æðarannsókna sem og geislavarnir starfsfólks og sjúklinga við notkun hans. 

Búnaður til mælinga á geislaskömmtum, mat á geislaálagi í mismunandi röntgenrannsóknum, munur á geislaálagi og helstu áhrifaþættir, viðmiðunargildi (DRL).

Fjallað verður um grundvallaratriði gæðatryggingar á myndgerðarbúnaði og kröfur í gildandi lögum og reglugerðum; tilgangur og framkvæmd algengra gæðaeftirlitsmælinga.  Mat á árangri myndgreiningarstarfsemi.  Mikilvægi gæðahandbóka og leiðbeininga.

Samskipti með rafræn gögn í heilbrigðisþjónustu, dicom og HL7; HIS, RIS og PACS.  Skráning rannsókna og geislaskammta.  Verkferlar og vinnuflæði á röntgendeild og tenging við aðrar deildir/heilbrigðisþjónustu.

Þess er krafist að nemendur taki virkan þátt í verklegum æfingum og skili verkefnum þar að lútandi.

Hæfniviðmið:

Að nemandi

  • þekki vel allan búnað sem tengist skyggnirannsóknum og skilji virkni hans
  • hafi staðgóða þekkingu á geislavörnum við skyggnirannsóknir, þar með taldar æða- og inngripsrannsóknir
  • hafi þekkingu og skilning á stærðum og búnaði til mælinga á geislaskömmtum og mats á geislaálagi
  • geti unnið að bestun rannsóknaraðferða
  • þekki grundvallaratriði gæðatryggingar á myndgerðarbúnaði og geti framkvæmt gæðamælingar
  • þekki helstu hluta upplýsingakerfa og skilji samspil þeirra við aðra þætti í starfsemi myndgreiningardeilda