Námskeiðslýsing:
Markmið: Að nemendur
- öðlist innsýn í sögu sviðslista (tónlist, leiklist, dans) og tengsl þeirra við þróun menningar, menntunar og hugmyndafræði hvers tíma.
- öðlist grunnhæfni í því að fjalla um listgreinar á faglegan og gagnrýninn hátt
- öðlist færni í hugtakanotkun tengdri sögulegri umfjöllun um listgreinar
- Kunni að afla faglegra heimilda á sviði lista og listmenntunar og nýta þær til að rökstyðja námsmarkmið fyrir börn og unglinga.
- ígrundi enn frekar eigin starfskenningu sem listgreinakennarar í grunnskóla
- dýpki skilning sinn og þekkingu á sviði kennslu listgreina í gegnum verklegar rannsóknir og vettvangsheimsóknir.
Viðfangsefni: Farið verður í sögu sviðslista (tónlist, dans, leiklist) og hvernig þessar listgreinar tengjast menningu þjóða og menntun. Nemendur dýpka eigin þekkingu á viðfangsefninu og setja það í kennslufræðilegt samhengi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, lesefni, hlustunarefni og umræður þar sem menningarsagan og þróun listgreinanna er skoðuð m.a. út frá hugmyndum manna um menntun, menningu og lífsviðhorf á mismunandi tímum. Nemendur sækja tónleika, leiksýningu og danssýningu og tengja söguna við líðandi stund.
Hæfniviðmið:
Markmið: Að nemendur
- öðlist innsýn í sögu sviðslista (tónlist, leiklist, dans) og tengsl þeirra við þróun menningar, menntunar og hugmyndafræði hvers tíma.
- öðlist grunnhæfni í því að fjalla um listgreinar á faglegan og gagnrýninn hátt
- öðlist færni í hugtakanotkun tengdri sögulegri umfjöllun um listgreinar
- Kunni að afla faglegra heimilda á sviði lista og listmenntunar og nýta þær til að rökstyðja námsmarkmið fyrir börn og unglinga.
- ígrundi enn frekar eigin starfskenningu sem listgreinakennarar í grunnskóla
- dýpki skilning sinn og þekkingu á sviði kennslu listgreina í gegnum verklegar rannsóknir og vettvangsheimsóknir.