Um er að ræða 10 eininga námskeið þar sem nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum máltöku og læsisþróunar hjá börnum upp að 10 ára aldri. Meginviðfangsefni námskeiðsins beinist að því hvernig börn læra tungumálið og hvernig tungumálið virkar sem undirstaða alls bóklegs náms. Í námskeiðinu er fjallað er um nokkra þætti í máltöku barna, tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, hugtakanám og tjáningu. Ennfremur verður fjallað um víxlverkandi áhrif lestrar og málþroska. Nemendur kynnast helstu frávikum í málþroska og aðferðum til að vinna með börn með málþroskafrávik innan grunnskólans. Enn fremur verður farið í tvítyngi og hvernig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum innan grunnskólans. Nemendur læra að kanna málþroska barna í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans og fá innsýn í nokkur málþroskapróf. Námskeiðið er undanfari námskeiðsins Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskólans sem er kennt á vormisseri.