Námskeiðið fjallar um framlag mannfræðinnar til rannsókna á þjóðerni, innflytjendamálum, kynþáttahyggju, fjölmenningu, þverþjóðleika og fólksflutningum. Skoðuð eru helstu viðfangsefni mannfræðinga og annarra félagsvísindamanna á þessu sviði. Námskeiðið hefur alþjóðlega skírskotun, en sjónum er þó sérstaklega beint að því hvernig þessi fyrirbæri birtast á Íslandi með hliðsjón af auknum fjölda innflytjenda, meðal annars í tengslum við vinnutengda flutninga og flóttafólk og hælisleitendur. Í námskeiðinu er mikið lagt upp úr þátttöku nemenda í tímum.