Velkomin á námskeiðið "Tjáning og samskipti - TÓS104G

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur:

-          Þekki til fræða sem auka skilning á eðli samskipta af ýmsu tagi, lögmálum sem gilda um þau og aðferðum til að gera þau      árangursrík og markviss.

·         Þekki vel til samningatækni.

·         Geti greint eigin samskipti og annarra í því skyni að bæta þau og efla.

·         Geti beitt aðferðum við gerð og miðlun efnis, t.d. í ræðu, á glærum eða í umræðum, sem vekja áhuga þeirra sem hlusta eða skoða og auðvelda þeim skilning.

·         Þekki til leikrænnar tjáningar sem aðferðar við að efla tjáningarhæfni, sköpun og samskipti og geti greint markmið mismunandi æfinga.

·         Þekki vel til stjórnun félagasamtaka, fundarstjórnun og mismunandi tegunda funda

·         Þjálfi með sér færni til að rýna og ígrunda bæði samskitpi og tjáningu þar sem forvitni, skilningur og áræði eru höfð að leiðarljósi.

Viðfangsefni:

Námskeiðið er skipulagt með það fyrir augum að tengja saman fræði og framkvæmd á þann veg að nemendur vinni þau verk sem námskeiðið snýst um, ræði saman (eða skrifist á) um reynslu sína af viðfangsefnum og læri af henni. Í þessu felst meðal annars ræðuþjálfun, leikrænn tjáning og greining á samskiptum. Að auki verður áhersla á stofnun og stjórnun félagasamtaka, fundarstjórn og fundarsköp.

Velkomin á námskeiðið Tjáning og samskipti TÓS

Markmið: Að nemendur

·         Þekki til fræða sem auka skilning á eðli samskipta af ýmsu tagi, lögmálum sem gilda um þau og aðferðum til að gera þau árangursrík og markviss.

·         Þekki vel til samningatækni.

·         Geti greint eigin samskipti og annarra í því skyni að bæta þau og efla.

·         Geti beitt aðferðum við gerð og miðlun efnis, t.d. í ræðu, á glærum eða í umræðum, sem vekja áhuga þeirra sem hlusta eða skoða og auðvelda þeim skilning.

·         Þekki til leikrænnar tjáningar sem aðferðar við að efla tjáningarhæfni, sköpun og samskipti og geti greint markmið mismunandi æfinga.

·         Þekki vel til stjórnun félagasamtaka, fundarstjórnun og mismunandi tegunda funda

·         Þjálfi með sér færni til að rýna og ígrunda bæði samskitpi og tjáningu þar sem forvitni, skilningur og áræði eru höfð að leiðarljósi.

Viðfangsefni:

Námskeiðið er skipulagt með það fyrir augum að tengja saman fræði og framkvæmd á þann veg að nemendur vinni þau verk sem námskeiðið snýst um, ræði saman (eða skrifist á) um reynslu sína af viðfangsefnum og læri af henni. Í þessu felst meðal annars ræðuþjálfun, leikrænn tjáning og greining á samskiptum. Að auki verður áhersla á stofnun og stjórnun félagasamtaka, fundarstjórn og fundarsköp.