Námskeiðslýsing:

Námskeið byggt á raunverulegum verkefnum sem leyst eru undir handleiðslu fagmanna, vettvangsnám fer fram utan kennsluverkstæðis tannlæknadeildar á Íslandi eða gegnum Erasmus nemendaskipti. 

Jafnhliða vettvangsnámi hefst undirbúningur að rannsóknaráætlun í lokaverkefni.

Hæfniviðmið:

Markmið:

Geti beitt fræðilegri þekkingu og verklegri úr grunnnámi við hönnun og smíði fastra og lausra tanngerva, og leysi raunveruleg viðfangsefni (case study) á vettvangi. Þjálfi og efli eigin rannsóknarvinnu.

1. Fagleg hæfni:

1.1  Geti útskýrt og fjallað um verkferla í gerð fastra og lausra tanngerva á eigin fagsviði

1.2  Geti útskýrt og fjallað um efnisfræði, meðhöndlun og notkun efna, tækja og búnaðar við  framleiðslu  tanngerva / lækningatækja (e. Medical device).

2. Hæfni til samskipta

2.1 Fari að siðareglum Tannsmiðafélags Íslands í samskiptum við fagfólk og skjólstæðinga 

2.2  Geti unnið í teymi með öðrum tann- og munnheilsustéttum.

2.3  Geti leyst úr álitamálum sem upp kunna að koma á fagsviðinu. 

3. Hagnýt færni:

Starfsvettvangur í vettvangsnámi reynir á faglega og hagnýta færni á eftirfarandi viðum:

3.1  Heilgómagerð: a) grunnvinna, b) uppstilling, c) frágangsvinna á plasti, d) bitslípun.

3.2  Króna og brúargerð: a) grunnvinna, b) vaxvinna, c) niðursteyping, d) köstun/pressun/millun, d) frágangsvinna.

3.3  Partagerð: a) grunnvinna, b) uppstilling á grind, c) bráðabirgðapartur, d) frágangsvinna.

3.4  Tannréttingar: a) grunnvinna, b) módelslípingar, c) vírabeygingar, d) plöstun og e) frágangsvinna.

4. Þjálfun rannsóknarvinnu:

4.1 Nýti upplýsingatækni og læsi til gagnaöflunar og rannsóknarvinnu á eigin fagsviði.

4.2 Beiti fræðilegum vinnubrögðum við gerð eigin rannsóknaráætlunar í verkefni tengdu tannsmíði.

4.3 Semji og riti formlega rannsóknaráætlun í lokaverkefni.