Markmið og viðfangsefni

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist sögu og menningarheimi heyrnarlausra bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi og skilji tengslin þar á milli. 

Fjallað verður um menningu og sögu heyrnarlausra og menntun þeirra á Íslandi og erlendis, rætt um mun á menningarheimi heyrnarlausra og heyrandi og tengsl sögulegra atburða, menntunar og menningar.


Kennslutilhögun

Kennslan fer að mestu fram á íslensku en einstaka fyrirlestrar verða haldnir á íslensku táknmáli og verða þeir túlkaðir yfir á íslensku. Kennslan byggir að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og umræðum í tímum og er mikilvægt að nemendur taki virkan þátt í umræðum. Einnig verður horft á kvikmyndir og stofnanir tengdar samfélagi heyrnarlausra heimsóttar. Stuttir fyrirlestrar í formi talglæra, tenglar á myndefni og annað gagnlegt efni verður sett á kennsluvef eftir þörfum.