Viðfangsefni
Viðfangsefni námskeiðsins er leiklist  og tónlist í skólastarfi barna og unglinga.  Skoðaðar verða kenningar um leiklist  og tónlist í skólastarfi, hvort heldur sem áherslan er á greinarnar sem listform eða sem kennsluaðferðir. Nálgun og aðferðir leiklistar, sem og tónlistar í skólastarfi verða kannaðar bæði verklega og með lestri og umræðum. Leitast verður við að greina þau markmið, leiðir og viðfangsefni sem einkenna ólíkar aðferðir leiklistar og tónlistar í skólastarfi. Nemendur þjálfast í því að skapa og þróa eigin verkefni og námsáætlanir til notkunar í skólum.