Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • þekkja til fræðilegra kenninga um uppeldislegt gildi frásagna og ævintýra fyrir börn og ungmenni
  • geta tengt aðferðir leiklistar við sögur og frásagnir og þannig gert hlustendur að virkum þátttakendum í frásögn
  • hafa innsýn í sérstöðu leiklistar sem virkrar reynslu
  • hafa sjálfstæði og nokkra færni til að segja börnum sögur og ævintýri ásamt því að þjálfa börn í að segja frá eigin upplifunum

Viðfangsefni:

Fjallað verður um uppeldislegt gildi frásagna og ævintýra fyrir börn og mikilvægi leiklistar í tengslum við virka upplifun þátttakenda. Þátttakendur fá þjálfun í að segja áheyrilega frá og samþætta leiklist inn í frásögn til þess að dýpka skilning á efni. Þátttakendur vinna saman að mótun leiklistarferlis í tengslum við frásagnir og ævintýri.

Vinnulag:

Fyrirlestrar,  umræður og verkleg verkefni. Að auki verður unnið í leiklistar- og frásagnarsmiðjum. Nemendur vinna sjálfstætt að því að skapa og móta leiklistarferli í tengslum við frásagnir og ævintýri. Þátttakendur fá einnig þjálfun í frásagnarlist.