Bóklegt:

Efst á baugi í heimi matvæla. Matvælaöryggi. Fæðuöryggi/matarsóun. Maturinn sem við borðum. Lög og reglur. Uppruni og rekjanleiki. Vörufræði matvæla. Hráefni til matvælavinnslu. Unnin matvæli. Samsett matvæli. Kæld og tilbúin matvæli. Störf matvælafræðinga við gæðastjórnun, vöruþróun, matvælaeftirlit, innra eftirlit, rannsókna- og þróunarstörf og sem frumkvöðlar. Matvælavísindin. Matvælaefnafræði, næringarfræði, matvælaörverufræði, matvælaverkfræði, skynmat og neytendafræði.

Verklegt:

Einfaldir útreikningar í excel og myndræn framsetning á niðurstöðum mælinga á  efnasamsetningu í matvælavinnslu og rannsóknum. Öflun, notkun og framsetning heimilda við gerð og kynningu heimildaritgerðar um efni tengt námskeiðinu.  Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir til að kynnast störfum matvælafræðinga.  

Kennt á 6 vikum.   2 vikur hver áfangi. Próf á netinu í lok hvers áfanga.