Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur fyrirtækja eða stofnana. Námskeiðið byggist upp af sjö efnisþáttum; aðferðarfræði, rekstrarhagfræði, fjármál, reikningshald, lögfræði, upplýsingatækni, þjóðhagfræði. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum meistaranemenda sem hafa tekið fá eða engin námskeið í viðskiptafræði í grunnnámi og er það skyldunámskeið fyrir þessa nemendur. Nemendur í MS námi í Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild, sem áður hafa lokið námi í þessum greinum (B.Sc.) geta ekki nýtt einingar fyrir þetta námskeið sem hluta af MS námi sínu.