Um er að ræða framhald fyrra námskeiðs, Kenningar og rannsóknir í grunnskólamenntun I. Bæði þessi námskeið miða að því að þátttakendur, sem þegar eru starfandi fagmenn á sviði grunnskólamenntunar, efli þekkingu sína og hæfni sem snýr að kenningum og rannsóknum á námi og kennslu.
Í
þessum seinni hluta er einkum fjallað fræðilega um þátt kennara í skólaþróun
sem tekur mið af kenningum og rannsóknum á menntun, námi og kennslu, en einnig
að nokkru marki starfstengt, þ.e. tengt starfsaðstæðum þátttakenda. Fjallað er
um ýmsar, hugmyndir, kenningar, hugmyndastefnur og rannsóknir sem mótað hafa
skólastarf á Vesturlöndum allt frá miðri 19. öld fram á okkar daga, en ekki
síst þær sem þykja nú í fararbroddi.
Þátttakendur þekki nýjar hugmyndir um hlutverk grunnskóla næstu áratugina og
hvaða breytinga þeir kunni að krefjast af skólunum.
Vinnulag á námskeiðinu felst í kynningum (kennara og nemenda), umræðu og skriflegu framlagi í málstofum og fræðilegum skrifum
Námskeiðið er 5 einingar (ECTS). Ein slík eining er 25 – 30 vinnustundir og því gert ráð fyrir að hver nemandi vinni alls 125 til 150 klukkustundir. Það stendur yfir frá 20. september til 21 október 2017.
- Docente: Atli Vilhelm Harðarson
- Docente: Rannveig Björk Þorkelsdóttir
- Docente: Rannveig Björk Þorkelsdóttir