Markmið:

Megin markmið námskeiðsins er að gefa ykkur innsýn í endurhæfingarfræðin og hvernig fagfólk í endurhæfingu nálgast viðfangsefnin og hvaða úrræði/meðferðir eru í boði.  Endurhæfing snýst um að hjálpa fólki að læra að lifa með undirliggjandi sjúkdómum/fötlunum, hámarka færni þeirra og fyrirbyggja versnanir til að bæta lífsgæði þeirra eftir bestu getu.  Til að geta bætt líf og líðan sjúklinga er mikilvægt að þekkja vel hvernig líkaminn starfar og hvernig hann bregst við áföllum.  Hver er eðlilegur bati og hvað er hægt að gera til að hámarka getu og lífsgæði eftir áföll. Í stað þess að fara grunnt í marga sjúkdómaflokka og endurhæfingu þeirra verður gefin ítarleg innsýn inn í afleiðingar heilaáverka og mænuskaða. Afleiðingarnar eru víðtækar og eru góð dæmi um áföll sem geta valdið mikilli færniskerðingu og mörgu þarf að huga að í meðferð og umönnun þessara einstaklinga. Þið fáið innsýn inn í starfsemina á Reykjalundi en þar fær annar hópurinn kynningu á hjarta- og lungnaendurhæfingu en hinn fær kynningu á endurhæfingu einstaklinga með langvarandi verki.  Á Grensási verða verklegar æfingar þar sem þið fáið að kynnast öðrum fagstéttum og dæmi um meðferðir sem þær beita ásamt því að prufa hvernig er að vera með einstaka skerðingar.

Megin áherslur námskeiðsins eru eftirfarandi:

·         Vita út á hvað endurhæfing gengur, hvert á að leita og hvenær.

·         Hvernig unnið er í endurhæfingu

o   Markmiðssettning

o   Færnisbæting

o   Forvarnir

o   Fræðsla

o   Teymisvinna

·         Þekkja áhrif rúmlegu/þjálfunar á líkamann.

·         Hreyfing sem meðferðarform, af hverju hreyfingin skiptir máli

·         Hvernig líkamsstarfsemin breytist við að fá mænuskaða

o   Hvað þarf að hafa í huga við meðferð einstaklinga með mænuskaða

o   Rauðu flöggin hjá mænusköðum

·         Endurhæfing sjúklinga með mænuskaða

·         Kynning á Hjarta- og lungnaendurhæfing á Reykjalundi (hópur nr. 1)

·         Kynning á verkjaendurhæfingu á Reykjalundi (hópur nr. 2)

·         Afleiðingar áunna heilaskaða

·         Innsýn inn í hvernig er að vera með skerta líkamlega færni

·         Hvaða þjónusta er í boði og hvernig hægt er að nálgast hana.